Notaleg jólastund í Selfosskirkju í kvöld

Karlakór Selfoss í Skálholti. sunnlenska.is/Helga R. Einarsdóttir

Í kvöld, mánudagskvöld kl. 20:00, bjóða Karlakór Selfoss og Sönghópur Möggu Stefáns, Selfossbúum og Sunnlendingum á ókeypis tónleika í Selfosskirkju.

Á efnisskránni verður dásamleg jólatónlist sem ætti að koma tónleikagestum í rétta andann á síðustu dögum aðventunnar. Þetta verður notaleg stund við kertaljós í fallegu umhverfi kirkjunnar. Sr. Guðbjörg Arnardóttir, sóknarprestur, flytur hugvekju.

Jón Bjarnason stjórnar Karlakór Selfoss en Margrét Stefánsdóttir stjórnar sönghópnum sem skipaður en nemendum við Tónlistarskóla Árnesinga.

Kórarnir vonast til að sem flestir gefi sér tíma til að koma í Selfosskirkju og eiga með þeim notalega og hátíðlega kvöldstund í amstri jólaundirbúningsins.

Fyrri greinSelfyssingar Íslandsmeistarar í futsal
Næsta greinAustanstormur með kvöldinu