Jólatónleikar Kórs FSu voru haldnir í gærkvöldi, á 4. sunnudegi í aðventu.
Þar flutti kórinn jólatónlist úr ýmsum áttum og frá ólíkum tíma tónlistarsögunnar. Fjölmargir einsöngvarar og hljóðfæraleikarar úr röðum kórfélaga komu fram. Einsöngvari með kórnum var Hlín Pétursdóttir og á trompet lék Ása Berglind Hjálmarsdóttir. Kynnir var Anna Árnadóttir.
Kór Fjölbrautaskóla Suðurlands og stjórnandi, Stefán Þorleifsson þakkar tónleikagestum notalega samverustund.