Út er komin hjá bókaútgáfunni Sæmundi bókin „Um þjóðfræði mannslíkamans“ eftir Þórð Tómasson í Skógum.
Höfundur fjallar hér um þá siði, þjóðtrú, orðfæri og hugmyndir sem tengdust höfði mannsins og höndum hans. Um er að ræða einstakt verk og afar frumlega nálgun.
Mannslíkaminn er það sem maðurinn miðar hugsun sína við og í þeim viðmiðunum er að finna ævafornan fróðleik sem gengið hefur frá manni til manns.
Þórður Tómasson, sem á að baki afar langt og farsælt starf að hverskyns menningarmiðlun, færir þjóð sinni hér nýjan og frjóan anga þjóðfræðinnar sem á erindi við hvern mann.