Nýja árinu verður fagnað með sannkölluðum glæsibrag í Þorlákshöfn laugardaginn 5. janúar. Þá munu árlegu nýárstónleikar Lúðrasveitar Þorlákshafnar verða haldnir kl. 17 þar sem fjölbreytt og sérdeilis skemmtileg tónlist fær að hljóma.
„Valsar, smá jóla, háklassík, popp – já og að sjálfsögðu knöll, konfetti og galaklæddir gullfallegir lúðraþeytarar,“ segir í tilkynningu lúðrasveitarinnar. Söngkonan Valgerður Guðnadóttir verður sérstakur gestur með lúðrasveitinni.
Þegar tónleikunum lýkur geta tónleikagestir og aðrir sem kynnu að hafa áhuga haldið áfram að fagna nýja árinu með glæsilegheitum því veitingastaðurinn Hendur í höfn býður upp á fimm rétta matseðill sem myndi sæma hvaða kóngafólki sem er ásamt lifandi tónlist yfir mat og trúbador stemningu fram á nótt. Tekið verður á móti matargestum með fordrykk kl. 19 og svo opnar húsið fyrir aðra en matargesti kl. 22