Nýtt lag frá hljómsveitinni HAGL

Hljómsveitin HAGL.

Strákarnir í sunnlensku hljómsveitinni HAGL sendu í vikunni frá sér sitt þriðja lag, Ef þú værir hér.

„Þetta lag er dramatískasta lagið okkar hingað til og er um dreng sem lendir í hremmingum í ástarlífinu og fær að bragða á eigin meðali,” segir Þórir Geir Guðmundsson, söngvari hljómsveitarinnar.

„Við erum í rauninni nýbúnir að stofna bandið og erum spenntir að gefa út meira efni og spila á tónleikum á næstunni. Annars erum við bara strákar að sunnan að skemmta okkur,” bætir Þórir við.

Taka upp aldamótakyndilinn
Meðlimir hljómsveitarinnar eru að stærstum hluta Sunnlendingar og eiga rætur að rekja til Hveragerðis, Selfoss, Stokkseyrar og Dalvíkur. Hljómsveitina skipa auk Þóris Geirs þeir Matthías Hlífar Mogensen, Tómas Guðmundsson og Dagur Atlason. Meðlimir hljómsveitarinnar hafa allir við virkir í tónlistarsenunni frá unga aldri og sameina þeir hér með sína krafta í fyrsta sinn með hljómsveitinni HAGL. Hljómsveitin tekur upp kyndilinn sem logaði skærast upp úr aldamótum sem lýsir sér í rokkblönduðum poppsleggjum. HAGL hefur gefið út tvö önnur lög síðustu tvo mánuðina og stefnir að taka upp meira efni á næstunni.

Fyrri greinNý og glæsileg yfirbygging opnuð á Stöng
Næsta greinSelfoss mættar til leiks á Íslandsmótinu