Oddastefna á laugardag

Í Odda. Ljósmynd/Ingibjörg Friðriksdóttir

Oddastefna, árlegt málþing Oddafélagins, verður í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands við Suðurgötu næstkomandi laugardag kl. 13:15 til 17.

Meðal þeirra sem flytja erindi eru sr. Guðbjörg Arnardóttir, prestur í Odda, sem fjallar um Odda og ferðamennsku. Helgi Þorláksson, prófessor, fjallar um menntun Snorra Sturlusonar og uppeldi á Oddaárum hans og Þór Jakobsson flytur erindi þar sem skyggnst er um af Gammabrekku á 1000 ára ártíð Sæmundar fróða 2133.

Auk þeirra flytja erindi Rögnvaldur Guðmundsson, formaður SSF, Borghildur Óskarsdóttir og Guðmundur G. Þórarinsson.

Fundarstjóri er Drífa Hjartardóttir.

Fyrri greinKristrún kemur heim
Næsta greinFékk góðar móttökur á Selfossi