Oddastefna, árlegt málþing Oddafélagins, verður í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands við Suðurgötu næstkomandi laugardag kl. 13:15 til 17.
Meðal þeirra sem flytja erindi eru sr. Guðbjörg Arnardóttir, prestur í Odda, sem fjallar um Odda og ferðamennsku. Helgi Þorláksson, prófessor, fjallar um menntun Snorra Sturlusonar og uppeldi á Oddaárum hans og Þór Jakobsson flytur erindi þar sem skyggnst er um af Gammabrekku á 1000 ára ártíð Sæmundar fróða 2133.
Auk þeirra flytja erindi Rögnvaldur Guðmundsson, formaður SSF, Borghildur Óskarsdóttir og Guðmundur G. Þórarinsson.
Fundarstjóri er Drífa Hjartardóttir.