Ólöf Haraldsdóttir, frá Breiðabólstað í Ölfusi, opnaði myndlistarsýningu í Gallerí undir stiganum í Þorlákshöfn sl. fimmtudag.
Á sýningunni eru olíu- og vatnslitamyndir þar sem íslensk náttúra og sveitalífið er helsta myndefnið. Sýningin stendur yfir til 27. maí og er opin á opnunartíma bókasafnsins.
Í júní verða nokkrar myndir eftir Ólöfu auk mynda eftir Bjarna Joensen sendar til Finnlands þar sem þær verða á samsýningu listamanna frá öllum vinabæjum Þorlákshafnar og Ölfuss.