Í dag kl. 17:00 ætla Ómar Diðriks og Sveitasynir að halda tónleika í Safnaðarheimili Oddakirkju á Hellu ásamt Hekluröddum sem er miðstigskór Grunnskólans á Hellu, Odda og Þykkvabæjarkirkna.
Þema tónleikanna verður stuð og stemning þar sem hressustu lög Sveitasona verða flutt af hljómsveitinni og englaröddum kórsins sem er undir stjórn Kristínar Sigfúsdóttur.
Á tónleikunum verða þrjú lög frumflutt.
Aðgangseyrir er kr. 1500 en börnin auðvitað koma með án gjalds .Það verður heitt á könnunni, djús fyrir börnin og örugglega eitthvað súkkulaði.