Þriðja árið í röð ætlar hljómsveitin Stuðlabandið boða landsmönnum mikinn fögnuð og troða upp á Sviðinu á Selfossi, næstu tvær helgar, með sitt geysivinsæla jólapartý.
„Þetta er alltaf jafn gaman og vel heppnað þannig að það var erfitt að segja nei þegar kallið kom um daginn að henda í svipaðan viðburð,“ segir Marinó Geir Lilliendahl, trommuleikari Stuðlabandsins, í samtali við sunnlenska.is.
„Við verðum með óvænta gesti og svo eru jólapeysur auðvitað velkomnar, sérstaklega ljótar jólapeysur,“ bætir Marinó við.
Stuðlabandið er mikið jólaband en þeir buðu fyrst upp á rafrænar jóla- og nýársskemmtanir árið 2020. Fyrsta jólahjól bandsins var svo á Sviðinu fyrir tveimur árum og er óhætt að segja að þessi stórskemmtilegi viðburður hafi fest sig í sessi hjá mörgum á aðventunni, enda aldrei að vita upp á hverju bandið tekur þegar jólaandinn tekur völdin í salnum á Sviðinu.
Fyrstu tónleikarnir verða laugardaginn 14. desember og síðan bæði föstudag og laugardag, 20.-21. desember. Enn eru lausir miðar á svidid.is.