Hið árlega opna hús í Landbúnaðarháskólanum á Reykjum í Ölfusi verður nk. laugardag en ekki á sumardaginn fyrsta.
Þar sem sumardaginn fyrsta ber upp á skírdag var ákveðið að breyta dagsetningunni en húsið opnast gestum og gangandi klukkan 10 og er opið til klukkan 18.
Kl. 13:00 verður fræðsla um ræktun aldintrjáa á Íslandi í umsjá Sæmundar Guðmundssonar ávaxtabónda á Hellu.
Kl. 14:30 verður hátíðadagskrá þar sem Forseti Íslands fyrir hönd Hveragerðisbæjar veitir umhverfisverðlaun og Menntamálaráðherra fyrir hönd Landbúnaðarháskólans veitir garðyrkjuverðlaunin.
Kl. 15:30 verður fræðsla um ræktun kryddjurta. Hafberg Þórisson garðyrkjubóndi sér um fræðsluna.
Fólki er boðið í heimsókn og hvernig sem veðrið verður verður ljúft að koma í heimsókn til okkar og kíkja í garðskálann þar sem íslensk og garðyrkjutengd fyrirtæki kynna vörur sínar. Í bananahúsinu á stærsta bananarækt í Evrópu sér stað, pottaplöntuhúsið er fullt af ýmsum framandi pottaplöntum og í verknámshúsi skrúðgarðyrkjunema er hægt er að sjá hellulagnir nemenda og fyrirtæki kynna sig.
Einnig verður margt annað um að vera. Kaffihús Sveinu verður með heitt á könnunni og góðgæti á disk til sölu, nemar grilla pylsur og selja, nýupptekið hnúðkál verður selt sem og íslenskt grænmeti , kryddjurtir og blóm.
Hestar verða leiddir undir börnum og andlitsmálning á staðnum.
Opna húsið er árlegur viðburður skólans og skiptast nemar og starfsfólk skólans að halda það. Í ár eru nemar að halda daginn hátiðlegan og öll fjáröflun sem fer fram á þeirra vegum fer í ferðasjóð sem á að standa straum af námsferð erlendis.
Fimm brautir í starfsmenntanámi eru kenndar við LBHÍ á Reykjum. Þær eru : blómaskreytingabraut, garðyrkjuframleiðsla, skrúðgarðyrkjubraut, ylrækt og skógur og náttúra.