Litla leikhúsið við Sigtún, leikhús Leikfélags Selfoss, verður opið gestum og gangandi á sumardaginn fyrsta 23. apríl kl. 11:00 – 14:00.
Leikhúsið verður einn af áfangastöðum stimpilleiksins Gaman saman á hátíðinni Vor í Árborg. Boðið verður upp á rjúkandi vöfflur, kaffi og djús í bland við gleði og góðan anda. Gestir geta skoðað húsið, fræðst um starf leikfélagsins og aldrei að vita nema sögur og skemmtileg atvik úr starfinu verið rifjuð upp.
Svo hefur heyrst að nokkrir kjánar og kynlegir kvistir verði á vappi um bæinn með óvæntum uppákomum og gassagangi.
Kl. 13:30 verður opin æfing á verkinu Hlauptu, týnstu sem verið að æfa þessa dagana hjá leikfélaginu en það er hluti af Þjóðleikshátíðinni á Suðurlandi. Þá geta gestir kíkt inn og fylgst með æfingu á langt kominni uppsetningu á leikriti, tækifæri sem gefst ekki oft.
Leikhúsið verður því tilvalinn staður til að kíkja við á röltinu um bæinn á Sumardaginn fyrsta.