Laugardaginn og sunnudaginn 11.-12. júní er komið að lokapunkti Alþjóðlegu listahátíðarinnar Hafsjós/Oceanus við Húsið á Eyrarbakka.
Opnaðar verða sýningar sem standa fram á haust í ólíkum rýmum safnsins. Dansgjörningar, tónlist og fleira verða um helgina. Sjón er sögu ríkari. Frítt er á safnið báða daga. Sjá nánar hér fyrir neðan.
Byggðasafn Árnesinga og listakonan Ásta Vilhelmína Guðmundsdóttir standa að hátíðinni sem styrkt er af Uppbyggingasjóði Suðurlands og fjölmörgum fyrirtækjum. Listamennirnir eru alls 20 talsins frá 12 löndum. Þeir hafa dvalið í mánuð á Eyrarbakka og unnið list sína úr umhverfinu.
Dagskrá Hafsjór 11. júní
13.00 Opnun með viðhöfn og leiðsögn um sýningarsvæðið. Listamenn sem koma fram eru Im Tae Woong, Gio Ju, Jaime Martínez og Samantha Claire Zaccarie.
14.00 Tóngjörningur í fjárhúsinu með Anil Subba Sound.
14.00 “VESPERO” dansgjörningur um þrönga ganga Hússins – Maruska Marulyn Ronchi. (flutt tvisvar í röð)
15.00 “Who we are?”. Dáleiðandi gjörningur með Udeya Vir Singh við höggmyndir hans.
15.30 Söngur og dans með Im Tae Woong og Giu Ju við gamla fjósið.
16.00 Gjörningur með Sung Baeg, Anil Subba, Gio Ju and Jaime Martínez í dökku stóru skemmunni á horni Túngötu og Bakarísstígs.
13.00 – 16.00 Stöðugar leiðsagnir, töfrandi dans og tónar.
Dagskrá Hafsjór 11. júní
12.00 Örgjörningur með Jaeyun Baesia Heo Jeong, Sung Baeg og Ástu Guðmundsdóttur á horni Búðarstígs og Hafnarbrúar.
12.30 “Dansað við hafið” – listamennirnir Maruska Marulyn Ronchi og Anil Subba sameina kraftana sína í fjörunni.
13.30 “My Memory in Iceland 052022 / Nature + Humans” – Sung Baeg fremur gjörning við listaverk sitt á baklóð varðveisluhússins á Búðarstíg 22.
14.00 – 15.00 Töfrandi hreyfingar í safninu; gestir eru boðnir velkomnir í för með listamönnunum Gio Ju, Im Tae Woong, Heru Fjord og Maruska Marulyn Ronchi
14.30 “Who we are?” Dáleiðandi gjörningur með Udeya Vir Singh við höggmyndir hans.
15.30 – 16.30 Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson heimsækir hátíðina.
16.00 “Sisyfos, story of a fisherman” – dansgjörningur Jaime Martínez með Gio Ju.
14.00 -16.00 Stöðugar leiðsagnir, töfrandi dans og tónar.
(Sjómannadagurinn er haldinn hátíðlegur á Eyrarbakka þennan sama dag.)
Listamenn sem taka þátt í hátíðinni eru:
Alda Rose Cartwright Ísland
Anil Subba Nepal
Auður Hildur Hákonardóttir Ísland
Ásta Guðmundsdóttir Ísland
Christine Gisla Ísland
Diana Radaviciute Litháen
Gio Ju Suður Kórea
Hafdís Brands Ísland
Hera Fjord Ísland
Im Tae Woong Suður Kórea
Jaeyun Baesia Heo Jeong Suður Kórea
Jaime Martínez Spánn
Kristine Schnappenburg Þýskaland
Manou Soobhany Mauritius
Maruska Marulyn Ronchi Ítalía
Piotr Zamojski Pólland
Samantha Claire Zaccarie Frakkland
Saulius Valius Litháen
Stefan Hermannsson Ísland
Sung Baeg Suður Kórea
Udeya Vir Singh Indland
Kuei-Chih Lee Taiwan
Lua Rivera Mexíkó
Tei Kobayashi Japan
Takuya Komaba Japan