Örfáir miðar eftir

Nokkrir miðar eru enn eftir á miðnæturtónleika Frostrósa sem haldnir verða í Selfosskirkju annað kvöld.

Frostrósatónleikarnir, sem haldnir verða í fyrsta sinn á Selfossi á morgun, hafa fengið frábærar viðtökur hjá Sunnlendingum.

Uppselt var á tónleikana örfáum klukkustundum eftir að sala hófst á þá og því var bætt við aukatónleikum sem sömuleiðis seldist jafnharðan upp á.

Flytjendur í tónleikaferð um landið eru: Hera Björk, Ragnheiður Gröndal og Regína Ósk, Friðrik Ómar, Garðar Thór Cortes og Jóhann Friðgeir.

Miðnæturtónleikarnir hefjast kl. 23:30 og fer miðasala fram á midi.is.

Fyrri greinMarín glímukona ársins
Næsta greinEnn blásið til styrktartónleika