Orgelsumar á Eyrarbakka 

Pétur Nói Stefánsson. Ljósmynd/Aðsend

Í Eyrarbakkakirkju verður boðið upp á orgelsumar í júlí og ágústmánuði. Organistar landsins munu halda tónleika í kirkjunni á sunnudögum, kl. 17:00 í júlí og kl. 14:00 í ágúst. Dagskráin verður fjölbreytt og er frítt inn á tónleikana. 

Organisti Eyrarbakkakirkju, Pétur Nói Stefánsson, hóf tónleikaröðina sunnudaginn síðastliðinn. Um næstu helgi spilar Kristján Hrannar Pálsson, organisti Grindarvíkurkirkju. 

Tónleikarnir verða auglýstir vikulega á Facebook síðu Eyrbekkinga, Hvergerðinga og íbúa í Árborg.

Fyrri greinNacho Gil lánaður á Selfoss
Næsta greinSuðurlandsvegi lokað við Selfoss á þriðjudagskvöld