Hin einu sönnu Óskalögin við orgelið verða miðvikudaginn 17. ágúst kl 20:00 í Skálholtsdómkirkju. Jón Bjarnason, organisti töfrar fram tóna á orgelinu á sinn einstaka hátt og gestir geta valið sín óskalög.
Enginn aðgangseyrir er á Óskalögin en tekið er við frjálsum framlögum í flygilsjóð Skálholtskirkju og hægt er að greiða með seðlum eða korti. Núna er unnið að því að safna fyrir flygli í kirkjuna en nýr flygill mun lyfta öllu tónlistarlífi í nýjar hæðir í Skálholtskirkju og auka framboð mismunandi tónleika í kirkjunni, að því er fram kemur í tilkynningu.