Jón „glymskratti“ Bjarnason, organisti Skálholtsdómkirkju, heldur áfram að bjóða gestum að velja sitt óskalag á tónleikunum Óskalögin við orgelið. Fyrstu tónleikar sumarsins verða í Skálholtskirkju í dag klukkan 17.
Óskalögin voru mjög vinsæl í fyrra, en fjöldi fólks lagði leið sína í Skálholtskirkju og valdi sitt óskalag. Kórar mættu og tóku lagið, fólk valdi sitt óskalag og söng með og Bohemian Rapsody var spilað óteljandi sinnum.
Skálholtsstaður býður upp á fjölbreytta menningardagskrá alla miðvikudaga í sumar en næstu Óskalagatónleikar verða 22. júní og síðan aftur þann 17. ágúst.
Allir eru hjartanlega velkomnir, aðgangur er ókeypis en tekið er á móti frjálsum framlögum í flygilsjóð Skálholtsdómkirkju.