Pílagrímaganga úr Hreppum á Skálholtshátíð

Í fyrra var efnt til pílagrímagöngu um Hreppana og til Skálholts og endað þar á Skálholtshátíð. Í ár verður gangan endurtekin og heldur í bætt.

Rifjuð verður upp saga Daða Halldórssonar og Ragnheiðar Brynjólfsdóttur biskups í Skálholti en eins og kunnugt er fjallaði óperan Ragnheiður um þessa dramatísku sögu. Það er sr. Halldór Reynisson fv. sóknarprestur í Hruna sem leiðir gönguna.

Dagskrá pílagrímagöngunnar verður sem hér segir:

18. júli – föstudagur kl. 16:00
Safnast saman í Stóra-Núpskirkju. Staðarskoðun, fararblessun pílagríma. Gengið í Steinsholt að gröf Daða Halldórssonar og síðan sem leið liggur að Stóru-Laxá gegnt Hrepphólum.

19. júlí – laugardagur kl. 13:00
Staðarskoðun í Hrepphólakirkju – sögumenjar og fornir gripir. Tákn pílagrímsins. Gengið út í Auðsholt.

20. júlí – sunnudagur kl. 10:00
Safnast saman í Auðsholti. Fólk ferjað yfir Hvítá. Sagt frá Ragnheiði Brynjólfsdóttur.

Gengið í Skálholt og tekið þátt í hátíðarmessu kl. 14:00 á Skálholtshátíð.

Fólk getur gengið með einn dag eða alla – gangan er öllum að kostnaðarlausu.

Nánari upplýsingar veitir Halldór Reynisson, halldor.reynisson@kirkjan.is, s. 856-1571.

Fyrri grein40 þúsund manns koma að Urriðafossi á ári
Næsta greinJafntefli í botnslag á Selfossi