Á bæjarhátíðinni Sumar á Selfossi um helgina verður sett upp PopUp verslun í kjallaranum á Pakkhúsinu í miðbæ Selfoss.
PopUp farandverzlun grasrótar tískuhönnuða á Íslandi hefur verið starfandi síðan í ágúst 2009. Verzlunin hefur komið víða við síðustu tvö árin og tekið þátt í hinum ýmsu viðburðum, má þar nefna Festisvalli, Reykjavík Fashion Festival, Hugmyndahús Háskólanna, Menningarnótt & Akureyri. Yfir eitthundrað hönnuðir hafa tekið þátt á þessum tíma.
Verzlunin mun nú opna dyr sínar aftur og að þessu sinni á fjölskyldu & bæjarhátíðinni Sumar á Selfossi næstkomandi laugardag en opnunartími markaðarins verður á milli 12 & 17 í kjallara Pakkhússins.
Hönnuðir ættaðir bæði af Selfossi og víðar munu prýða plássið með tískuföt & fylgihluti fyrir alla aldurshópa. Hönnuðir sem taka þátt í markaðinum að þessu sinni eru: SKUGGA DONNA, SVAVA HALLDÓRS, ELVA, BEROMA, BABY K, IBA-THE INDIAN IN ME, HÚNIHÚN, EIGHT OF HEARTS, HELLICOPTER.
PopUp býður gestum hátíðarinnar velkomna og vonast eftir að sjá sem flesta!