Prímadonnur í Hveragerðiskirkju

Prímadonnur Íslands halda tónleika í Hveragerðiskirkju í kvöld kl. 20.

Kvartettinn skipa sópransöngkonurnar Auður Gunnarsdóttir, Þóra Einarsdóttir og Hulda Björk Garðarsdóttir og píanóleikarinn Helga Bryndís Magnúsdóttir.

Prímadonnurnar flytja tónlist úr óperum og ýmis fræg sönglög ýmist allar saman eða í dúettum og sem einsöngvarar. M.a. verða flutt atriði úr Töfraflautunni og Brúðkaupi Fígarós eftir W. A. Mozart, Il Trovatore eftir G. Verdi og Ariadne auf Naxos eftir R. Strauss. Efnisskráin mun enda á hinum fræga Kattadúett Rossinis.

Tónleikarnir eru á vegum Tónlistarfélags Hveragerðis og Ölfuss, F.Í.T. og F.Í.H. með styrk frá Menntamálaráðuneytinu, Hveragerðisbæ og Hveragerðiskirkju.

Enginn aðgangseyrir er að tónleikunum en frjáls framlög eru vel þegin og munu þau renna til viðhalds á flyglinum í kirkjunni.

Fyrri greinAlhvít jörð og eldingar í Svínahrauni
Næsta greinBrotist inn í sex hesthús á Hellu