Jón Bjarnason, oddviti og fjallkóngur í Hrunamannahreppi, svaraði nokkrum jólaspurningum fyrir sunnlenska.is.
Hvort ertu meiri skröggur eða jólaálfur? Jólaálfur!
Uppáhalds jólasveinn? Stúfur, hann var hressastur af bræðrunum í minni sveit.
Uppáhalds jólalag? Styttist í það með Baggalút.
Uppáhalds jólamynd? Die Hard, skylduáhorf hver jól.
Uppáhalds jólaminning? Jóladagur, slakasti dagur hvers einasta árs frá því ég man eftir mér. Afgangar í hádeginu og steik um kvöldið. Reynt að gera sem allra minnst og horfa á góðar klassískar jólamyndir.
Uppáhalds jólaskraut? Keramik jólatrén frá ömmu Kristrúnu.
Minnistæðasta jólagjöfin? Jólin 2022 þegar staðfest var væntanleg koma frumburðarins rétt fyrir jól.
Hvað finnst þér ómissandi að gera fyrir hver jól? Gefa útiganginum.
Hvað er í jólamatinn? Rækjupönnukökur, hamborgarhryggur og heimagerður ís. Rækjupönnukökurnar eru ómissandi, koma í hefð frá Ólöfu ömmu. Þær hafa lifað kynslóðirnar og það segir sitt!
Ef þú ættir eina jólaósk? Hún er einföld – friður á jörð.