Bókmenntadagskrá með sögulegu ívafi verður í Húsinu á Eyrarbakka laugardaginn 13. október kl. 15.
Húsráðandinn Lýður Pálsson, safnstjóri, segir alkunnan fróðleik um Sæmund fróða og grefur svo upp sögur af sýslumönnum sem sátu gjarnan að drykkju með faktorum fyrrum.
Sérstakir gestir Hússins eru rithöfundar sem um þessar mundir gefa út bækur hjá hinni öflugu bókaútgáfu Sæmundi.
Lilja Magnúsdóttir les úr skáldsögunni Svikarinn sem er fyrsta bók höfundar, Guðmundur Brynjólfsson úr sakamálasögu sinni Eitraða barnið, Vala Hafstað úr ljóðabókinni Eldgos í aðsigi og Bjarni Harðarson úr skáldsögunni Í Gullhreppum.
Kaffi á könnunni og konfekt, frír aðgangur og allir velkomnir. Dagskráin er liður í menningarmánuði Árborgar.