Sameiginlegir kórtónleikar ML, MH og Kvennó

Kór ML - eða öllu heldur hluti hans - að syngja þegar kórinn tók við Menntaverðlaunum Suðurlands í janúar. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Föstudaginn 1. mars klukkan 20:00 munu kórar Menntaskólans að Laugarvatni, Menntaskólans við Hamrahlíð og Kvennaskólans í Reykjavík halda sameiginlega tónleika í Skálholtskirkju.

Tónleikarnir verða undir stjórn þeirra Eyrúnar Jónasdóttur, Hreiðars Inga Þorsteinssonar og Lilju Daggar Gunnarsdóttur.

Það kostar aðeins 1000 kr. inn og er frítt fyrir börn og eldri borgara.

Hver kór mun syngja fimm lög en svo munu allir kórarnir syngja tvö lög saman. Alls verða þetta um 170 ungmenni að syngja saman.

Dagskráin er fjölbreytt og eru allir áhugasamir hvattir til að mæta og sjá þessa frábæru kóra. Miðasala við innganginn og húsið opnar 19:15.

Fyrri greinNýju skipuriti ætlað að skýra hlutverk og ábyrgð
Næsta greinHyggjast mæla gjánna með fjölgeislamælingu