Eins og sunnlenska.is greindi frá fyrr í vikunni heldur Sinfóníuhljómsveit Suðurlands jólatónleika í Skálholtskirkju um helgina ásamt Kór Menntaskólans að Laugarvatni.
Efnisskráin er fjölbreytt, hljómsveitina skipa 50 hljóðfæraleikarar en í kórnum syngja 124 nemendur Menntaskólans. Auk þeirra koma fram einsöngvararnir Dísella Lárusdóttir sópran og Eyjólfur Eyjólfsson tenór.
Þetta er þriðja árið í röð sem Sinfóníuhljómsveit Suðurlands efnir til jólatónleika en áður hafa verið haldnir slíkir tónleikar í Selfossskirkju í samstarfi við alla kóra Selfosskirkju 2022 og í Þykkvabæ 2023 þegar allir kirkjukórar Rangárvallasýslu sameinuðust í söng sínum með hljómsveitinni.
Á efnisskrá tónleikanna er íslensk og erlend jólatónlist af fjölbeyttum toga: jólasveinalög, dægurlög, klassískar einsöngperlur og hátíðleg hljómsveitartónlist svo nokkuð sé nefnt. Talsverður hluti efnsskrárinnar er sérstaklega útsettur fyrir tónleikana og má þar m.a. nefna úkraínska lagið Klukknanna köll sem var útsett af þesssu tilefni fyrir hljómsveitina og ML kórinn.
Stjórnandi tónleikanna er Guðmundur Óli Gunnarsson og stjórnandi Kórs Menntaskólans að
Laugarvatni er Eyrún Jónasdóttir.
Tónleikarnir verða eins og fyrr segir í Skálholtskirkju föstudaginn 29. nóv. kl. 20 og á laugardaginn 30. nóv. kl. 16 og kl. 20.