Laugardaginn 27. ágúst kl. 17:00 verða aðrir tónleikarnir í tónleikaröðinni Gramsað í gömlum nótum í Bókakaffinu á Selfossi.
Söngvararnir Halla Marinósdóttir, mezzosópran og Birgir Stefánsson, tenór munu þar að syngja lög upp úr nótum sem Bókakaffinu hafa áskotnast í gegnum árin. Einar Bjartur Einarsson, leikur með þeim á píanó.
Óhætt er að fullyrða að þetta verði sannkölluð söngveisla. Lögin sem flutt verða koma úr ýmsum áttum heyra má íslensk lög eftir Eyþór Stefánsson, Sigvalda Kaldalóns og Árna Thorsteinsson. Þá syngur Halla lög úr Disneymyndunum um Öskubusku og Gosa og Birgir mun syngja aríu úr óperunni Martha eftir Firederich von Flotow. Elín Gunnlaugsdóttir, tónskáld og bóksali kynnir verkin og fjallar um nóturnar sem sungið er úr.
Tónleikarnir eru styrktir af Uppbyggingarsjóði Suðurlands. Aðgangur er ókeypis.
Húsfyllir var á fyrri tónleikum þessarar tónleikaraðar, þannig að ef fólk vill tryggja sér sæti er hægt að senda póst á bokakaffid@bokakaffid.is eða panta sæti í síma 482-3079.