Norski kórinn Scala Brio syngur í messu í Skálholtskirkju sunnudaginn 29. maí næstkomandi.
Scala Brio kórinn er blandaður kór sem stofnaður var árið 1987 og samanstendur af 55 meðlimum sem koma frá Sula og Álasundi í Noregi.
Stjórnandinn og stofnandi kórsins er Gro Dalen. Kórinn flytur fjölbreytta og vinsæla tónlist jafnt klassísk sem og þjóðleg verk og hefur haldið tónleika víða við ýmis tilefni.
Kórinn fer fimmta hvert ár utan til tónleikahalds og þetta ár valdi hann að koma til Íslands og halda tónleika í Skálholtskirkju.
Allir eru velkomnir að hlýða á kórinn við messu 29. maí kl. 11.00.