Sex nemendur frá TÁ léku með ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands

Fiðluleikarnarnir ungu í Hörpu um síðustu helgi. Ljósmynd/Aðsend

Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands, skipuð 90 ungmennum, flutti 9. sinfóníu Dvořáks ásamt Fanfare eftir Copland undir stjórn Nathanaël Iselin á árlegum tónleikum sveitarinnar í Hörpu síðastliðinn sunnudag.

Sex fyrrverandi og núverandi fiðlunemendur úr Tónlistarskóla Árnesinga tóku þátt í tónleikunum; þær Eyrún Huld Ingvarsdóttir, sem var konsertmeistari, Guðrún Birna Kjartansdóttir, Sólrún Njarðardóttir, Hugrún Birna Hjaltadóttir, Bryndís Hekla Sigurðardóttir og Aðalheiður Sif Guðjónsdóttir.

Allar komust þær að eftir strangt prufuspil og fengu tækifæri til að æfa og koma fram með ungsveitinni í Eldborgarsal Hörpu.

Áheyrendur tóku vel á móti ungsveitinni, enda var flutningurinn magnaður og sýnir að framtíðin er svo sannarlega björt og full af tækifærum.

Fyrri greinSamfylkingin heldur opna fundi um húsnæði og kjaramál
Næsta grein64 umsóknir um sex íbúðarhúsalóðir á Borg