Sunnudaginn 9. ágúst kl. 16, verður opnaður síðari hluti myndlistarsýningarinnar „Þær“ í Gallerí Ormi í Sögusetrinu á Hvolsvelli.
Sýningin er sett upp í tilefni 100 ára kosningaafmælis kvenna en þetta er samsýning átta kvenna sem allar eru bornar og barnfæddar í Rangárþingi eystra, allar lokið námi frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands, og sækja sér allar innblástur í náttúru og sögu héraðsins.
Opnun fyrri hluta sýningarinnar var 5. júlí sl. og hafa á fjórða þúsund manns séð sýninguna – sem nú kveður.
Þær sem sýna verk sín á seinni hluta sýningarinnar sem opnar núna á sunnudaginn eru Álfheiður Ólafsdóttir, Katrín Óskarsdóttir, Guðrún le Sage de Fontenay og Katrín Jónsdóttir.
Sýningin stendur til 13. september og er opin alla daga 09:00 – 18:00.