Síðasta söluhelgi framundan

Framundan er síðasta söluhelgi á Bókamarkaði Bókabæjanna austanfjalls sem haldinn er í Leikhúsinu við Sigtún á Selfossi.

Miklu magni af nýjum og notuðum bókum hefur verið bætt á garðann fyrir þessa síðustu helgi og gildir sem fyrr að allar bækur eru á sama verði, 500 kr./stk.

Yfir 1.150 gestir hafa heimsótt markaðinn það sem af er og margir farið með heilu bókakassana með sér heim. Á markaðnum er að finna barnabækur og fullorðins, ævisögur, lygasögur, fræðibækur, ljóðabækur, sögubækur, myndabækur, erlendar bækur, nótnabækur, harðspjaldabækur, kiljubækur yfirleitt allar tegundir bóka sem fara gerir.

Fyrir utan undraveröld bókanna er Leikhúsið við Sigtún sjálfstætt aðdráttarafl. Gamalt og virðulegt skólahús með dularfullum skotum og dimmum rangölum. Hreinn ævintýraheimur sem verður enn ævintýralegri þegar bækur hafa fyllt hverja glufu og horn.

Opið er frá föstudegi til sunnudags kl. 12-18. Posi á staðnum.

Fyrri greinSelfoss tapaði í Garðabænum
Næsta greinAtli Rafn bjargaði stigi