Síðasta sýningarhelgi á Birtíngi

Sýningum Leikfélags Selfoss á gamanleikritinu Birtíngi eftir Voltaire lýkur um helgina. Uppselt er á lokasýninguna á laugardag.

Sýnt er í kvöld kl. 20:00 og á föstudagskvöld kl. 20:30. Lokasýningin er á laugardag kl. 17:00.

Sagan er í senn þroskasaga hins unga Birtíngs en um leið samfélagsádeila síns tíma, sérstaklega á mannlegt eðli sem hefur lítið breyst til okkar tíma. Sagan á um þessar mundir 250 ára afmæli auk þess sem 65 ár eru frá útgáfu sögunnar á Íslandi.

Sýninging hefur verið valin inn á alþjóðlega leiklistarhátíð, NEATA-hátíðina, sem fram fer á Akureyri í ágúst. NEATA stendur fyrir Norður-Evrópska áhugaleikhúsráðið og að þeim standa öll Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin.

Fyrri greinHvergerðingar kallaðir út í vesturhluta Ölfuss
Næsta greinFólk noti rykgrímur á öskufallssvæðum