Í kvöld kl. 20 mun Íslenska vitafélagið bjóða upp á fyrirlestra í Alliance-húsinu við Grandagarð 2 í Reykjavík þar sem fjallað verður um sjóslys við suðurströnd Íslands.
Suðurströnd landsins hefur að geyma marga sorgarsöguna og fjölmargir íslenskir sjómenn hafa farist í brimrótinu við hafnlausa ströndina. Það er mikill fengur fyrir Vitafélagið að fá tvo snillinga til að ræða slysasögu Suðurlandsstrandarinnar og eflaust eiga þeir eftir að koma á óvart með þekkingu sinni og frásagnarsnilld.
Fyrirlesarar eru þeir Sigþór Sigurðsson í Litla-Hvammi og Þórður Tómasson í Skógum.
Sigþór er fjölfróður um sögu Víkur og Mýrdalsins og hefur skrifað margt um svæðið, sögu þess og minnistætt fólk, einkum í ritið Dynskóga. Á miðvikudaginn mun hann einkum fjalla um mannskaðann við Dyrhólaey árið 1871.
Þórð þarf varla að kynna enda löngu landsþekktur fyrir störf sín við Byggðasafnið í Skógum. Einnig eru ófá ritin sem Þórður hefur skrifað um sögu og minjar úr umhverfi sínu og ekki er að efa að hann hefur frá mörgu að segja. .
Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis. .