Sigurður Jónsson hefur opnað myndlistarsýningu í Listagjánni í Bókasafni Árborgar á Selfossi.
Sigurður er fæddur árið 1948 og fór að mála eftir mikið áfall sem hann varð fyrir í lok árs 2007 og lamaðist hægra megin í líkamanum. Hann málar með vinstri hendi en var rétthentur fyrir áfallið.
Sigurður er þekktur fyrir steinakarlana sína en hann byrjaði listaferilinn á að mála steina. Í dag málar hann einnig á striga og má fjölda litríkra og fallegra mynda eftir Sigurð á sýningunni í Listagjánni.
Sýningin stendur til 15. september og er að vanda opið á sama tíma og bókasafnið og allir ævinlega velkomnir.