Sigrún Sigurðardóttir í Súluholti í Flóahreppi hefur opnað myndlistarsýningu í Tré og list í Forsæti í Flóahreppi.
Sigrún er borin og barnfædd í Súluholti og býr þar ásamt fjölskyldu sinni. Hún er að mestu sjálflærð í list sinni en hefur tekið þátt í nokkrum námskeiðum hjá Myndlistarfélagi Árnessýslu og verið þátttakandi á nokkrum sýningum þess. Hún hefur auk þess mikinn áhuga á fjárbúskap og sinnir honum ásamt nokkrum hrossum.
Sýningin var opnuð þann 27. maí síðastliðinn og verður uppi um óákveðin tíma.