Að venju verður sjómannahátíð í Hallgeirsey í Austur-Landeyjum í dag. Hátíðin hefst kl. 14 og Ingó spilar síðdegis.
Hátíðin hefur verið haldin fyrstu helgina í júní undanfarin ár í tilefni sjómannadags. Keppt verður í ýmsum greinum en keppnin er á milli áhafna skipanna Auðar og Hlífar. Gestir hátíðarinnar skrá sig sem háseta á annanhvorn dallinn, skipstjóri fer fyrir hvoru liði sem stjórnar og hvetur sitt fólk.
Allir sem skrá sig og taka þátt í hátíðarhöldunum fá áletraðann gullpening fyrir þátttökuna. Verðlaunabikar er síðan afhentur þeirri áhöfn sem ber sigur úr býtum og hlýtur skipstjórinn hann til varðveislu.
Kl. 16:30 verða úrslit tilkynnt og þá mætir Ingó veðurguð einnig á svæðið með gítarinn. Veitingasala er á staðnum í umsjá unglingadeildarinnar Ýmis.
Sjá nánar á www.grandavor.net.