Skaftfellingamessa í Breiðholtskirkju

Sunnudaginn 17. mars kl. 14 verður Skaftfellingamessa haldin í Breiðholtskirkju í Reykjavík.

Prestar Breiðholtskirkju, þau sr. Gísli Jónasson og sr. Bryndís Malla Elídóttir þjóna fyrir altari, en auk þess eru prestarnir sr. Sigurður Kr. Sigurðsson og sr. Gunnar Stígur Reynisson úr Austur-Skaftafellssýslu boðaðir til messunnar.

Söngfélag Skaftfellinga sér messusöng undir stjórn organistanna og kórstjóranna Friðriks Vignis Stefánssonar og Kristínar Jóhannesdóttur á Höfn.

Söngfélag Skaftfellinga selur kaffi að messu lokinni í safnaðarheimili kirkjunnar, syngur nokkur lög, en auk þeirra koma fram nokkrir vaskir söngmenn úr kórnum.

Fyrri greinTruflanir á hitaveitunni í Hveragerði
Næsta grein„Þurfum kraftaverk“