Skaftfellingamessa verður í Breiðholtskirkju í Reykjavík í dag kl. 14. Messan er samvinnuverkefni Breiðholtssafnaðar og Skaftfellingafélagsins í Reykjavík og Skaftfellingakórsins í Reykjavík.
Prestar sem þjóna til altaris eru Bryndís Malla Elídóttir og Gísli Jónasson úr Breiðholtskirkju, Ingólfur Hartvigsson á Kirkjubæjarklaustri og Sigurjón Einarsson fyrrverandi prófastur á Kirkjubæjarklaustri. Haraldur M. Kristjánsson í Vík predikar.
Organistar og kórstjórar verða Brian Haroldsson frá Kirkjubæjarklaustri, Kári Gestsson í Vík, Kristín Björnsdóttir úr Sólheimakoti í Mýrdal og Friðrik Vignir Stefánsson stjórnandi Skaftfellingakórsins.
Söng annast kirkjukórar úr Kirkjubæjarklausturs- og Víkurprestaköllum ásamt Skaftfellingakórnum í Reykjavík.
Allir sem erindi eiga í höfuðborgina í dag eru hvattir til að mæta.
Eftir messuna er kaffi sem Skaftfellingafélagið sér um.