Skálholtshátíð verður haldin um næstu helgi og er hún haldinn í sjötugasta skiptið frá árinu 1948. Dagskrá hátíðarinnar er fjölbreytt.
Hátíðin verður sett á laugardag kl. 12 með klukknahringingu og ávarpi á kirkjutröppum Skálholtsdómkirkju. Kl. 12:15 verður messa á Þorlákssæti og kl. 13:30 verður kynning á uppgreftrinum sunnan Skálholtskirkju, svo eitthvað sé nefnt.
Jón Bjarnason organisti heldur tónleika á sunnudeginum kl. 11 og hátíðarmessa hefst kl. 13.30 með inngöngu pílagríma.
Fjölbreytta dagskrá Skálholtshátíðar má sjá hér.