Leikhópurinn Lotta kom við á Selfossi í dag með sýninguna Stígvélaði kötturinn og setti upp leikhús á Gesthúsasvæðinu.
Sýningin var bráðskemmtileg og höfðu ungir sem aldnir gaman að. Sex leikarar taka þátt í sýningunni þar sem ævintýrinu um Stígvélaða köttinn er blandað saman við Nýju fötin keisarans og Birnina þrjá með tónlist og miklu fjöri.
Leikhópurinn mun koma aftur við á Selfossi síðar í sumar en einnig eru fyrirhugaðar sýningar á Hellu, Hvolsvelli, Klaustri, Flúðum og í Hveragerði og Vík í Mýrdal svo einhverjir staðir séu nefndir.
Nánari upplýsingar eru á heimasíðu leikhópsins.