Kl. 14 í dag opnar sýning "Sjálfbær byggð – Skipulag – hönnun" í Sesseljuhúsi á Sólheimum.
Sýningin er lokahnykkurinn á valnámskeiði M.s. námi við Landbúnaðarháskóla Íslands í skipulagsfræði. Magnús Jóhannesson, ráðuneytisstjóri Umhverfisráðuneytisins, opnar sýninguna formlega.
Á námskeiðinu rannsökuðu nemendur skipulag sem tæki til að stuðla að umhverfisvænna og sjálfbærar manngerðu umhverfi. Niðurstöður rannsóknanna eru settar fram á myndrænan hátt á veggspjöldum.
Sýningin er svo opin í allt sumar og er opin öllum og aðgangur er ókeypis.