Hljómsveitin Skítamórall fagnar 35 ára afmæli í vor en sveitin var stofnuð í apríl árið 1989 á Selfossi þegar drengirnir voru fjórán ára. Sveitin kom svo fram í fyrsta sinn vorið 1990.
Í tilefni tímamótanna mun hljómsveitin halda tónleika í Háskólabíói og í Hofi á Akureyri í apríl á næsta ári, þar sem sveitin kemur fram ásamt sérstökum gestum.
Miðasala hefst á báða tónleikana kl 12:00 þann 1. desember næstkomandi, sem er dagur íslenskrar tónlistar.
Hljómsveitina Skítamóral skipa þeir Gunnar Ólason söngur/gítar, Jóhann Bachmann trommur, Herbert Viðarsson bassi, Gunnar Þór Jónsson gítar og Arngrímur Fannar gítar.
Skítamórall er eitt stærsta nafna aldamótakynslóðarinnar og lög eins og Farin, Myndir, Svífum, Ennþá, Fljúgum áfram og fleiri fleiri eru fyrir löngu orðin einkennislög þessa kröftuga tímabils í íslenskri tónlist.