Hljómsveitin Skítamórall stígur á svið í Bæjarbíói í Hafnarfirði næstkomandi föstudagskvöld, þann 11. október. Á efnisskránni verða öll þeirra bestu lög að vanda.
Strákarnir eru nokkuð reglulegir gestir í Bæjarbíó og þeir ná alltaf að keyra upp magnaða Skímó stemmningu. „Við erum búnir að vera að spila aðeins í sumar, vorum meðal annars í Bæjarbíó og á Flúðum um Verslunarmannhelgina. Þá vorum við einnig á Menningarvökunni á Akureyri,“ segir Addi Fannar einn meðlima Skímó aðspurður að því hvað sveitin hafi verið að gera upp á síðkastið.
Hafnarfjörður, London og Tenerife
Nýlega var lagið þeirra Farin notað í auglýsingar frá Play þar sem hljómsveitin söng örlítið breytan texta við lagið sem vakti mikla klátínu. „Það var skemmtilegt grín og við höfum svo sem alltaf verið tilkippilegir í eitthvað slíkt í gegnum tíðina,“ segir Addi. „Hver veit nema við gerum meira af því. Kannski tónleikaferð á alla áfangastaði Play, er það ekki Köben, París, London og Tene. Ég held að það sé mikil eftirspurn eftir okkar á þessum stöðum,“ bæti hann við kímínn.
Spilum á meðan fólk mætir
„Við munum halda áfram að spila á meðan fólk hefur gaman af okkur og mætir og það hefur aldrei klikkað í Bæjarbíói, aldrei, enda er þetta heimavöllurinn okkar í höfuðborginni,“ bætir hann við. Tónleikarnir í Bæjarbíói hefjast klukkan 20:00 og miðasala er á tix.is.