Hljómsveitin Skítamórall tók þriggja kvölda tónleikaröð á tónleikasalnum Sviðinu í heimabænum sínum Selfossi yfir hvítasunnun en hljómsveitin hefur ekki komið saman síðan sumarið 2021. Það var greinilega kominn tími á tónleika hjá drengjunm því fullt var útút dyrum öll kvöldin og komust mun færri en en vildi laugardags- og sunnudagskvöld.
„Það var smá skjálfti í okkur fyrir þetta þar sem þetta er tónleika uppsetning og spilað frá níu til miðnættis en ekki þessi hefðbundi balltími frá miðnætti. Við byrjuðum að æfa saman fyrir tveimur vikum og vildum gera þetta vel og við erum afskaplega þakklátir þessum frábæru viðtökum,“ sagði Gunnar Ólason söngvari og gítarleikari eftir síðustu tónleikana á sunnudagskvöld.
Sérstakur gestur drengjanna öll kvöldin var Ólafur “Óli Bach” Bachmann trommari og söngvari. Óli söng meðal annars lagið Minning um mann sem hann söng upprunalega með hljómsveitinni Logum frá Vestmanneyjum. Lagið er eftir Gylfa Ægisson en það kom út árið 1973 og er því 50 ára í ár. Óli á nú aðeins í hljómsveitinni að eigin sögn enda pabbi Hanna trommara.
Gestirnir stigu trylltan dans og margir mættu í Buffaló skóm til að setja punktinn yfir i-ið þessi kvöld.
Meðfylgjandi myndir tók ljósmyndarinn Mummi Lú á tónleikunum á sunnudagskvöld.