Laugardaginn 30. júlí kl. 10:30 verður fyrirlestur í Bókasafni Árborgar á Selfossi þar sem Barbara Kerr, virtur sálfræðiprófessor við Háskólann í Kansas, kynnir niðurstöður rannsóknar um sköpunargáfu Íslendinga.
Kerr rannsakar sköpunargáfu fólks og stóð hún fyrir sérstakri rannsókn um sköpunarkraft Íslendinga. Húnr hefur hjálpað listafólki, rithöfundum og vísindamönnum að yfirstíga hindranir í starfi sínu og hefur einnig skrifað sjö bækur um þróun skapandi lífs, þar á meðal „Smart Girls in the Twenty-First Century“ og „Smart Boys: Talent, Masculinity, and the Search for Meaning.“
Kerr mun kynna niðurstöður rannsóknarhóps síns um sköpunargáfu Íslands: einstaklinga, fjölskyldna, skóla og grundvallarviðmið samfélagsins sem styðja við ímyndunaraflið.
Viðburðurinn er í samvinnu við Gullkistuna – miðstöð sköpunar og það er enginn aðgangseyrir. Athugið að fyrirlesturinn fer fram á ensku.