Skötuveisla Ungmennafélags Stokkseyrar 25 ára

Skötuveisla á Stokkseyri árið 2006. Ljósmynd/Björn Ingi Bjarnason

Árviss skötuveisla Ungmennafélags Stokkseyrar verður í Íþróttahúsinu á Stokkseyri mánudaginn 23. desember – Þorláksmessu, kl. 11:30 – 14:00.

Ungmennafélagið er brautryðjandi á Suðurlandi í slíkum mannfögnuðum og hefur verið með veislur á Þorláksmessu frá árinu 1999 sem byggja á vestfirskri skötumenningu í bland við sunnlenskar hefðir.

Það var Hrútavinafélagið Örvar á Suðurlandi sem leiðbeindi ungmennafélaginu í byrjun við skötuveislurnar og er gott dæmi um hina gjörfu hönd Hrútavina hvar markar fingraför blessunarlega í samfélaginu á Suðurlandi.

Á Suðurlandi eru nú víða skötuveislur á Þorláksmessu og er þetta glæsileg opnun jólahaldsins og eru Stokkseyrarveislurnar fyrirmynd þeirra allra, að því er fram kemur í hófstilltri tilkynningu Hrútavina.

Meðfylgjandi eru myndir Björns Inga Bjarnasonar úr skötuveislunni á Stokkseyri árið 2006.

Fyrri greinHamar/Þór á botninum um jólin
Næsta greinVegleg jólagjöf í Sjóðinn góða