Í dag kl. 14 mætir þjóðlagasveitin Skuggamyndir frá Bysans á Sólheima og verður með tónleika í Sólheimakirkju.
Hljómsveitina skipa Haukur Gröndal á klarínett, Þorgrímur Jónsson á rafbassa, Ásgeir Ásgeirsson á tamboura, bouzouki og sazbaglama og Erik Qvick á trommur.
Hljómsveitin var stofnuð um mitt ár 2010 en meðlimir hennar voru með frábæra tónleika á menningarveislunni á síðasta ári. Efnisskrá hljómsveitarinnar er samsett af þjóðlegri tónlist frá Balkanlöndunum en sú tónlist er annáluð fyrir ólgandi tilfinningahita, blandaðan austurlenskri dulúð. Forsprakkar hljómsveitarinnar hafa sótt sér innblástur með ferðum til Búlgaríu, Grikklands og Tyrklands þar sem þeir hafa numið hjá ýmsum þarlendum hljómlistarmönnum.
Í Sesseljuhúsi verður ljósmyndarinn Pétur Thomsen með kennslu í grunnatriðum ljósmyndunar og í kjölfarið verður sett upp ljósmyndasamkeppni Sólheima mun hún standa til 1. ágúst, verðlaunaafhendingin verður síðan á lífræna deginum 10. ágúst. Væri ekki vitlaust að nota tækifærið að taka myndavélina með sér á fyrirlesturinn til að fræðast um möguleika vélarinnar.
Aðgangur á alla viðburði Menningarveislu Sólheima er ókeypis og opin öllum.
Sýningarnar, kaffihúsið og verslunin verða opin um helgina rétt eins og alla aðra daga frá kl 12:00 – 18:00. Veðurspáin fyrir helgina lofar góðu veðri og það eru fáir staðir betri til að spóka sig í blíðunni en Sólheimarþ