Rithöfundurinn Skúli Sigurðsson kemur í heimsókn á Bókasafn Árborgar Selfossi í dag, miðvikudaginn 14. desember kl. 17:00.
Skúli mætir með glænýjan hörkukrimma sem fékk nú á dögunum tilnefningu til Blóðdropans, íslensku glæpasagnaverðlaunanna. Stóri bróðir er spennandi og blóði drifin glæpasaga sem hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda.
Með þessari fyrstu bók sinni skipar Skúli sér umsvifalaust á bekk með fremstu spennubókahöfundum landsins.