Fimmtudagskvöldið 14. nóvember verður sögukvöld um Iðnskólann á Selfossi í Mörkinni í Grænumörk 5, klukkan 18:30. Þar verður saga skólans og starfsemi hans rifjuð upp í máli, myndum og sögum.
Þarna má hlýða á frásagnir nemenda, sem eru Sigfús Kristinsson, Páll Pálmason, Bergljót Þorsteinsdóttir (Badda), Guðmundur Sigurðsson auk Gests Einarssonar, fyrrverandi skólastjóri Iðnskólans á Selfossi.
Már Ingólfur Másson fer yfir sögu skólans og Hilmar Þór Pálsson og Björn Ingi Gíslason fara yfir sögur og fróðleik um Iðnskólann og skólagönguna. Kristján Ólafsson leikur létta tónlist.
Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir og ekki skemmir fyrir að það eru kleinur og kaffi í boði.