Söguskilti afhjúpað á bökkum Ölfusár

Í dag, mánudaginn 16. september sem er dagur íslenskrar náttúru, verður nýtt söguskilti afhúpað við Ölfusá á Selfossi kl. 17:30.

Skiltið verður staðsett við Ártún, næst Ölfusánni en á því eru myndir og textar tengdir Stangveiðifélagi Selfoss og byggðinni fyrir utan Ölfusá. Af þessu tilefni ætlar stangveiðifélagið að vera með stutta kynningu á sögu félagsins fyrir áhugasama að lokinni afhjúpun.

Öllum velkomið að mæta og taka þátt.

Fyrri greinStór vörubíll fauk á hliðina
Næsta greinKlæddu sig upp og hlupu út