Í tilefni af Bókasafnsdeginum mánudaginn 8. september hefur Bókasafn Árborgar á Selfossi sett upp sögusýningu í Listagjánni. Þar má finna sögubrot ýmiss konar frá fyrstu tíð safnsins og fram á daginn í dag.
Í boði er að prófa gömlu útlánavélina og skoða hvernig bækur voru rukkaðar inn árið 1984. Hver lánþegi getur valið sér eina ókeypis bók með sér og auðvitað fylgir bókamerki með.
Kaffi verður á könnunni og jafnvel eitthvað með því. Komið í safnið og njótið návist bókanna og sögunnar allt um lykjandi.
Opið frá kl. 10 – 19 alla virka daga og 11 – 14 á laugardögum.