Söngfuglar í bókasafninu

„Söngfuglar að sunnan“ er tónlistarverkefni Unnar Birnu Bassadóttur og Ásbjargar Jónsdóttur, með þeim spilar Jóhann Vignir Vilbergsson. Þau verða í bókasafninu á Selfossi í dag.

Lögin eru samin af þeim við ljóð skálda af Suðurlandinu. Verkefnið er styrkt af Uppbygginarsjóði Suðurlands.

Þetta unga tónlistarfólk ætlar að leyfa gestum Bókasafns Árborgar á Selfossi að njóta og spila fyrir gesti í dag, laugardaginn 22.apríl kl. 13:30.

Aðgangur ókeypis og von á góðri skemmtun.

Fyrri greinKvartett Kristjönu Stefáns veitt menningar-viðurkenning Árborgar
Næsta greinJöklar í bókmenntum, listum og lífinu