Söngpartý í Aratungu

Brokkkórinn. Ljósmynd/Aðsend

Brokkkórinn, kór hestamanna af höfuðborgarsvæðinu stendur fyrir Söngpartýi í Aratungu í Reykholti laugardagskvöldið 11. maí. Sérstakur gestur verður Karlakór Selfoss.

Stjórnandi Brokkkórsins, Magnús Kjartansson, hefur lagt alls konar spennandi verkefni fyrir meðlimi í vetur og Brokkkórinn startar kvöldinu með að syngja nokkur lög og í kjölfarið stígur Karlakór Selfoss á svið. Í framhaldinu fá allir tækifæri til að þenja raddböndin og skemmta sér og öðrum. Magnús Kjartansson mun sjá um undirspil og sungin verða lög sem allir þekkja.

Brokkkórinn hefur haldið slík partý undanfarin ár í reiðhöll Spretts í Kópavogi við góðan orðstír og meðlimir eru spenntir að halda austur fyrir fjall og skemmta sér með Tungnamönnum og -gestum.

Húsið opnar kl. 19:30 og stuðið hefst upp úr kl. 20:00. Miðaverð er 2.000 krónur og miðasala verður við innganginn.

Fyrri greinGeir Evert sló í gegn á Hellu
Næsta greinGrýlupottahlaup 4/2019 – Úrslit